Beint í efni

Hættir sem framkvæmdastjóri BÍ

17.12.2020

Sigurður Eyþórsson hættir sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands um næstu áramót og tekur við starfi hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Sigurður er fæddur í Flóanum í Árnessýslu og hefur starfað fyrir samtök bænda frá 2007. Hann var  framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda um átta ára skeið en hefur verið framkvæmdastjóri Bændasamtakanna frá 2015. Sigurður er giftur Sigríði Zoëga, sérfræðingi í hjúkrun og dósent við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslanda.

Ekki hefur verið ákveðið hver tekur starfi Sigurðar.