Beint í efni

Hæstaréttardómur hefur talsverð áhrif á fjármál bænda

16.02.2012

Að mati þeirra ráðunauta sem vel þekkja til, hefur dómur Hæstaréttar Íslands frá því í gær, nr. 600/2011, að öllum líkindum umtalsverð áhrif á fjárhag bænda sem tóku myntkörfulán á sínum tíma. Verið er að leggja mat á áhrifin, þannig að ekki er tímabært að segja til um hver þau verða nákvæmlega. Þó er ljóst að áhrifin eru því meiri eftir því sem lánin eru eldri. Þá virðist munur á stöðu þeirra sem tóku myntkörfulánin og þeirra sem tóku hefðbundin verðtryggð lán, vera orðinn verulega mikill. Landssamband kúabænda fylgist grannt með framvindu þessara mála á næstunni.