Beint í efni

Hæsta verð á hollenska markaðinum í 3 ár!

21.09.2016

Það hafa orðið miklar breytingar á alþjóðlegum mjólkurvörumörkuðum á stuttum tíma og hefur afurðaverð hækkað nánast stöðugt frá því í júlí. Nú er svo komið að á markaðinum DCA í Hollandi hefur ekki verið hærra verð í september síðustu þrjú árin.

 

Verðið núna svarar til þess að fyrir mjólk með 4,4% fitu fæst 37,5 evrusent sem er langtum hærra verð en fengist hefur fyrir mjólk á meginlandi Evrópu í langan tíma. Þetta eru vissulega mikil gleðitíðindi fyrir þá kúabændur sem selja mjólk sína afurðastöðvum sem standa í miklum útflutningi og gefur fyrirheit um betri tíma/SS.