Beint í efni

Hækkun lágmarksverðs til framleiðenda

23.06.2023

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs á ógerilsneyddri mjólk í lausu máli.

Eftirfarandi verðbreyting mun taka gildi þann 1. júlí 2023:

  • Lágmarksverð 1.fl. mjólkur til bænda hækkar um 0,99%, úr 124,96 kr./ltr í 126,20 kr./ltr.

Eftirfarandi verðbreyting mun taka gildi þann 1. júlí 2023:

  • Heildsöluverð á ógerilsneyddri mjólk í lausu máli hækkar um 0,88%, úr 140,48 kr./ltr í 141,72 kr./ltr.

Hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda er til komin vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun í mars 2023. Frá síðustu verðákvörðun til júnímánaðar 2023 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 0,99%.

Heildsöluverð á ógerilsneyddri mjólk í lausu máli hækkar um það sem nemur kostnaðarhækkun vegna hráefniskaupa.
Heildsöluverð á öðrum mjólkurvörum verður óbreytt.