Beint í efni

Hækkað kjarnfóðurverð hjá Líflandi

16.05.2006

Eftirfarandi fréttatilkynning hefur borist frá Líflandi:

 

„Breytingar á fóðurverði.

 

Lífland hefur reynt eftir fremsta megni að halda aftur af hækkunum á fóðri í kjölfar hækkunar á gjaldmiðlum í viðskiptalöndum krónunnar og breytinga á verði aðfanga samfara mikilli hækkun á olíu. Vonir stóðu til að þessar hækkanir gengju til baka í ríkara mæli en raunin er orðin og því sér Lífland ekki annan kost en hækka verð á afurðum sínum og tilkynnir hérmeð 4% hækkun á fóðri

Til mótvægis má geta þess að á síðasta ári lækkaði Lífland verð á fóðri í þrígang.“