Hægt að sjá og hlusta á allar ræður frá Aðalfundi LK
01.07.2005
Nú hafa allar ræður sem fluttar voru á aðalfundi LK 2005 verið settar á vefinn (undir Aðalfundur LK í flipanum „Í deiglunni“) en eins og kunnugt er var brugðið á það ráð að hafa beina útsendingu frá fundinum á vefnum, þannig að sem flestir gætu fylgst með störfum fundarins. Fjölmargir tóku til máls á fundinum og hafa allar ræður verið klipptar niður og merktar viðkomandi ræðumönnum. Myndgæði voru færð niður, til að auðvelda áhorf og hlustun (fókus verður hinsvegar verri).
Smelltu hér til þess að komast beint á síðuna með ræðunum