
Hægt að sækja um undanþágu frá 100% framleiðsluskyldu 2020 vegna óveðursins 2019
11.01.2021
Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að nýta heimild 32. gr. búvörulaga nr. 99/1993 um tímabundna röskun á framleiðsluskilyrðum vegna náttúruhamfara, m.a. vegna óvenjulegs veðurfars sem varð í desember 2019. Greiðslurnar rúmast innan gildandi samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar. Erindi barst frá Bjargráðasjóði um málið haustið 2020 sem framkvæmdanefnd búvörusamninga gerði ekki athugasemdir við.
Mjólkurframleiðendur sem urðu fyrir afurðatjóni vegna óveðursins í desember 2019 geta nú sótt um undanþágu frá 100% framleiðsluskyldu á árinu 2020 til að fá óskertar beingreiðslur út á greiðslumark skv. 10. gr. reglugerðar um stuðning við nautgriparækt nr. 1252/2019.
Framleiðendur sækja um í Afurð undir Umsóknir Nautgriparækt en einnig er hægt að fara inn á umsókn frá jarðabók búsins. Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar nk. en taka þarf undanþágubeiðnir fyrir áður en ársuppgjör stuðningsgreiðslna vegna ársins 2020 fer fram í byrjun febrúar.