
Hægt að kjósa búgreinaþingsfulltrúa kúa- og sauðfjárbænda
11.02.2022
Nú er hægt að kjósa búgreinaþingsfulltrúa kúa- og sauðfjárbænda fyrir komandi Búgreinaþing dagana 3. og 4. mars næstkomandi með því að smella á hlekk þess efnis á bondi.is sem færist þá sjálfkrafa á innskráningarsíðu þar sem þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
Kosningu lýkur á miðnætti þriðjudaginn, 15. febrúar.
Þegar innskráningu er lokið ætti að koma upp einn eða tveir kjörseðlar frá þínu svæði, eftir því hvernig þú skráðir þína veltu.
ATHUGIÐ að einungis bændur sem skráðu veltu í kúadeild og sauðfjárdeild BÍ geta kosið!
Á kjörseðlinum er tekið fram hversu marga þú þarft að kjósa. Ef það eru tvö sæti fyrir búgreinaþingsfulltrúa verður þú að kjósa tvo frambjóðendur. Einnig er heimilt að skila auðu.
Nöfn á kjörseðlunum eru aðilar sem buðu sig fram. Ef enginn bauð sig fram af viðkomandi svæði eða færri en fjöldi búgreinaþingsfulltúra segir til um verður að skrá þá félagsmenn sem þú treystir til að gæta þinna hagsmuna á Búgreinaþingi.
Vinsamlegast skráið fullt nafn viðkomandi ásamt búsnafni. Athugið þó að viðkomandi verður að vera fullgildur meðlimur í BÍ
Einnig er heimilt að skrá inn aðra en þá sem buðu sig fram en alltaf þarf að greiða jafn mörg atkvæði eins og sæti þíns svæðis er á Búgreinaþingi.
Ef þú lendir í vandræðum með kosninguna vinsamlegast sendu erindi á hoskuldur@bondi.is með erindi og símanúmeri og við munum reyna að leysa hratt og örugglega úr öllum málum.