Beint í efni

Hádegisfundur – Hljóðupptaka og glærur

13.01.2011

Hvernig á að brauðfæða heimsbyggðina?
- Matvælaframleiðsla á krossgötum

Bændasamtök Íslands héldu fjölsóttan hádegisfund um matvælaframleiðslu á heimsvísu þriðjudaginn 18. janúar  í Bændahöllinni í Reykjavík. Á fundinum var m.a. fjallað um þau viðfangsefni sem blasa við mannkyninu við að brauðfæða þjóðir heims þegar framundan er mikil fólksfjölgun og loftslagsbreytingar hafa neikvæð áhrif á ræktunarskilyrði.

Hljóðupptaka ásamt glærum - Skoða
Glærur til prentunar er hægt að nálgast hér (pdf)

Aukinn kaupmáttur víða um heim og þverrandi jarðefnaeldsneyti hefur gjörbreytt því hvernig horft er til matvælaframleiðslu framtíðarinnar. Við þurfum að framleiða meiri mat á heimsvísu – en hvernig á að fara að því og geta þjóðir á norðurslóðum lagt sín lóð á vogarskálarnar?

Það var fyrirlesarinn Christian Anton Smedshaug, sem er doktor í umhverfisfræðum og starfar hjá Norsku bændasamtökunum, sem hélt erindið en á eftir voru umræður. Christian Anton gaf út bókina "Feeding the World in the 21st Century" en þar er m.a. fjallað um matvælaframleiðslu í sögulegu samhengi og möguleika landbúnaðarins til að mæta erfiðum viðfangsefnum framtíðarinnar.

Frétt um fundinn má nálgast á vef Bændablaðsins.