
Hádegisfundir RML um áburðarmál hefjast 22. nóvember!
21.11.2022
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins stendur fyrir fræðslu- og umræðufundum um áburðarmál víðs vegar um landið á næstu dögum.
Á fundunum verður rætt um efnasamsetningu tegunda af tilbúnum áburði, helstu næringarefni í áburði og áhrif þeirra á magn og gæði uppskeru. Rætt um búfjáráburð og þætti sem hafa áhrif á nýtingu hans og aðra lífræna áburðargjafa eða jarðvegsbætandi efni. Rætt verður um þætti tengda jarðvegi og fleiru sem hafa áhrif á nýtingu áburðar s.s. vatnsbúskap og sýrustig jarðvegs. Farið verður yfir niðurstöður heyefnagreininga og hvernig nýta megi þær við val á áburði. Áburðarsalar ætla að mæta eftir því sem þeir hafa færi á og taka þátt í umræðum.
Fundirnir hefjast allir kl. 11:30 nema fundurinn í Þistilfirði en hann hefst kl 17. Súpa og brauð verður í boði RML.
Fundirnir verða haldnir sem hér segir ef næg þátttaka fæst:
- Þri 22. nóv: Akureyri, Hótel Kea (Stuðlaberg)
- Þri 22. nóv: V-Hún, Hótel Laugarbakki
- Þri 22. nóv: Egilsstaðir, Hótel Valaskjálf (Þingmúli)
- Mið 23. nóv: S-Þing, Breiðamýri
- Mið 23. nóv: Hvanneyri, LbhÍ (Ársalur)
- Mið 23. nóv: A-Skaft, Hótel Smyrlabjörg
- Mið 23. nóv: Þistilfjörður, Svalbarðsskóli
- Fim 24. nóv: Selfoss, Hótel Selfoss (Norðursalur)
- Þri 29. nóv: Skagafjörður, Langamýri
- Þri 29. nóv: Kirkjubæjarklaustur, Hótel Klaustur
Hvetjum við bændur til að skrá sig með því að hringja í síma 516-5000. Skráning getur einnig farið fram rafrænt, hér: Skráning á hádegisfund