Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Há frumutala kostar mikið

02.09.2017

Það að lækka tankfrumutöluna og draga úr fjölda júgurbólgutilfella er afar ábatasöm iðja, kemur fram í einkar áhugaverðri grein í blaðinu Husdjur eftir sænska júgurbólgusérfræðinginn og Íslandsvininn Håkan Landin. Håkan og félagar hans hafa skoðað all nákvæmlega, miðað við sænskar forsendur auðvitað, hvað hvert júgurbólgutilfelli kostar í raun og hve miklu megi kosta til í þeim tilgangi að ná tökum á júgurheilbrigði búsins. Þegar árangurinn er góður, er tankfrumutalan undir 100.000/ml og þá er mestur afgangur af hverjum seldum mjólkurlíter búsins.

Í Svíþjóð kostar hvert júgurbólgutilfelli í dag um 2.900 sænskar krónur (um 38 þúsund íkr) og er þá tekið tillit til lyfjakostnaðar, vinnuálags og taps af mjólk sem hella þarf niður. Þessi upphæð segir þó afar lítið um raunverulegan kostnað við það þegar það slaknar á júgurheilbrigðinu, en samkvæmt sænsku niðurstöðunum byrja bændur þegar að tapa fjármunum þegar frumutala einstakra kúa fer yfir 50.000. Skýringin felst í földum kostnaði t.d. vegna duldrar júgurbólgu sem dregur örlítið úr framleiðslunni. Håkan ráðleggur bændum að setja sér skýr markmið og leita leiða til þess að ná tökum á júgurheilbrigði búsins, en sé frumutalan hærri en 100.000 eru hægt að bæta ástandið. Nefnir hann sem dæmi einfalda aðgerð eins og að nota góð sótthreinsandi efni á spenana eftir mjaltir og að halda óhreinindum sem mest frá kúnum. Ekki beint ný vísindi en svo sannarlega sönn og eiga við nú sem fyrr.

Á heimasíðu sænska ráðgjafafyrirtækinsins VÄXA, þar sem Håkan starfar, má slá inn í gagnvirka reiknivél hve mikið hægt er að hagnast með bættu júgurheilbrigði. Vissulega sænskar forsendur sem liggja að baki en engu að síður áhugavert fyrir alla kúabændur, sjá nánar hér. Þá eru á sömu heimasíðu ýmsar áhugaverðar upplýsingar og ráðleggingar til bænda sem vilja ná tökum á tankfrumutölunni/SS.