Beint í efni

Gunnar Þorgeirsson nýr formaður BÍ – heildarendurnýjun í stjórn

03.03.2020

Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjubóndi á Ártanga, er nýr formaður Bændasamtaka Íslands. Í kosningu á búnaðarþingi fékk hann 29 atkvæði á móti 21 atkvæði til sitjandi formanns, Guðrúnu S. Tryggvadóttur. Tveir skiluðu auðu.

Í kjölfar formannskjörs var kosið til stjórnar BÍ.

Þessi hlutu kosningu í stjórn:

Oddný Steina Valsdóttir, Butru í Fljótshlíð, 47 atkvæði

Halldóra Kristín Hauksdóttir, Græneggjum ehf. í Svalbarðsstrandarhreppi, 43 atkvæði

Halla Eiríksdóttir, Hákonarstöðum á Jökuldal, 40 atkvæði

Hermann Ingi Gunnarsson, Klauf í Eyjafirði, 33 atkvæði

52 á kjörskrá

Gunnar Kr. Eiríksson, Túnsbergi, fékk 29 atkvæði og náði ekki kjöri í stjórn. Aðrir fengu færri atkvæði. 

52 voru á kjörskrá, 51 greiddi atkvæði og einn seðill var ógildur í stjórnarkjörinu.

Skömmu fyrir kosningar dró Ingi Björn Árnason, kúabóndi í Marbæli í Skagafirði, framboð sitt til baka. Það gerði Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, einnig en hann býður sig fram til varastjórnar.

Þrír fyrrverandi stjórnarmenn, þau Guðrún Lárusdóttir, Einar Ófeigur Björnsson og Eiríkur Blöndal gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Varastjórn BÍ er eftirfarandi:

Guðmundur Svavarsson, 30 atkvæði
Gunnar Kr. Eiríksson, 15 atkvæði
Jóna Björg Hlöðversdótttir, 14 atkvæði
Ingvar Björnsson, 13 atkvæði
Guðfinna Harpa Árnadóttir, 11 atkvæði

Skoðunarmaður reikninga var kosinn, með lófaklappi, Björn Halldórsson. Varamaður hans er Sif Jónsdóttir.


Ný stjórn Bændasamtaka Íslands. Halla Eiríksdóttir, Gunnar Þorgeirsson, Hermann Ingi Gunnarsson, Oddný Steina Valsdóttir og Halldóra Kristín Hauksdóttir.