Beint í efni

Guðný Helga Björnsdóttir varaformaður LK – Sveinbjörn Þ. Sigurðsson ritari stjórnar

13.04.2011

Á fyrsta stjórnarfundi Landssambands kúabænda á nýju starfsári sem haldinn var í dag var Guðný Helga Björnsdóttir, Bessastöðum V-Hún. kjörinn varaformaður LK með fimm atkvæðum. Sveinbjörn Þór Sigurðsson, Búvöllum S-Þing. var kjörinn ritari stjórnar með fimm atkvæðum. Meðstjórnendur eru Jóhann Nikulásson, Stóru Hildisey 2, Rang. og Jóhann Gísli Jóhannsson, Breiðavaði, N-Múl. Formaður, Sigurður Loftsson, Steinsholti Árn. var kjörinn í beinni kosningu á aðalfundi.

Auk kosninga voru fjölmörg mál til umræðu á stjórnarfundi dagsins, úrvinnsla ályktana síðasta aðalfundar, sem voru 18 talsins, framhald stefnumörkunarvinnu, útflutningsmál mjólkurafurða, afstaða samtakanna til breytinga á jarðalögum, staða framleiðslu- sölu- og verðlagsmála, auk fleiri atriða. Fundargerð fundarins verður birt hér á vefnum fljótlega.