Guðný Helga Björnsdóttir í stjórn LK
10.04.2005
Á aðalfundi LK, sem lauk um helgina, var kjörin ný stjórn til eins árs. Kristín Linda Jónsdóttir, sem setið hafði í stjórn LK frá árinu 1999, gaf ekki kost á sér áfram og lagði uppstillingarnefnd til að Guðný Helga Björnsdóttir, kúabóndi á Bessastöðum í V-Húnavatnssýslu, yrði kjörin í stjórn. Guðný Helga er
búfræðikandidat frá Hvanneyri og meðfram búrekstrinum er hún í hlutastarfi sem nautgriparæktarráðunautur hjá Ráðunautaþjónustu Húnaþings og Stranda og situr jafnframt í Sveitarstjórn Húnaþings vestra.
Stjórn LK starfsárið 2005-2006 er eftirfarandi:
Þórólfur Sveinsson, Ferjubakka II, formaður
Egill Sigurðsson, Berustöðum II
Guðný Helga Björnsdóttir, Bessastöðum
Jóhannes Ævar Jónsson, Espihóli
Sigurður Loftsson, Steinsholti
Gunnar Jónsson, Egilsstöðum V – 1. varamaður
Guðrún Lárusdóttir, Keldudal – 2. varamaður