Guðni Ágústsson: Enginn verður neyddur til að taka við styrkjum!
08.04.2005
Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, ávarpaði aðalfund LK rétt í þessu. Í máli sínu kom Guðni inn á mörg mál. Sagði hann Lánasjóð landbúanðarins standa á miklum tímamótum. Með lækkandi vöxtum í almennu bankakerfinu hafi dregið af sjóðnum og þar sem bændurnir sjálfir vilja að búnaðargjaldið fari, sem er mikilvægur tekjustofn til lækkunar á vöxtum í sjóðnum, geri það rekstur Lánasjóðsins erfiðari.
Um málefni Mjöltu ehf. sagði hann ljóst að hver og einn á rétt til að stunda þá atvinnu sem hann villl. Ekki ríkti bann við framleiðslu á ostum utan framleiðslukerfisins. Taldi hann þó ekki sjáanlega hagkvæmt að standa utan stuðningskerfisins en forsvarsmenn Mjöltu ehf. teldu sig geta það og óskaði hann þeim velfarnaðar við sín störf.
Hann sagði fjölmiðla hafa nefnt það að ekki væri hægt að framleiða mjólkurvörur án þess að verða að taka við stuðningi ríkisins en sagði hann það svo ekki vera. Enginn verði neyddur til að taka við greiðslum frá hinu opinbera og geti sagt sig frá því.