Beint í efni

Grunnur gripagreiðslna kominn í MARK

09.11.2006

Komin er ný útgáfa af einstaklingsmerkingakerfinu MARK á netið. Í þessari nýju útfærslu er að finna greiðslugrunn gripagreiðslna til kúabænda. Annars vegar er um að ræða stöðuna eins og hún er á búinu á hverjum tíma, næstliðna 12 mánuði. Hins vegar er greiðslugrunnur búsins, sem nú er 1.9.2005-31.8.2006. Þessi fjöldi árskúa er uppfærður á fjögurra mánaða fresti og breytingar á gripagreiðslum taka gildi tveimur mánuðum eftir þá uppfærslu. 

Fjöldi árskúa er þannig fundinn að tilgreindur er fjöldi daga sem hver einstök kýr er á skýrslu, með því að leggja saman dagafjölda allra kúa á búinu og deila með 365 fæst árskúafjöldinn.