Beint í efni

Grundvallarmjólk 2006-2007

21.09.2006

Efnainnihald viðmiðunarmjólkur (grundvallarmjólkur) fyrir verðlagsárið 2005/2006 hefur verið reiknað út hjá SAM. Skv. útreikningunum verður samsetning viðmiðunarmjólkur fyrir verðlagsárið eftirfarandi:

Fita = 3,99 % og Prótein = 3,33 %.

Skv. þessu þá hefur próteinið aukist um 0,01 prósentustig en fitan minnkað um 0,01 prósentustig milli verðlagsára.

Útreikningurinn hefur enn ekki verið tekinn fyrir hjá verðlagsnefnd en ef þetta verður samþykkt þá þýðir þetta að frá og með 1. september 2006 verður verð á hverri fitueiningu 2,8477 kr og verð á hverja próteineiningu 10,2365 kr.

Útreikningur á afurðastöðvaverði til framleiðenda verður því eftirfarandi:

(2,8477 * F%) + (10,2365 * P%) = kr. á lítra mjólk.

(2,8477 * fitueiningar í mánuðinum) + (10,2365 * próteineiningar í mánuðinum) = Samtals greitt fyrir mjólk innlagða í mánuðinum.