Beint í efni

Grikkir í fjárfestingar erlendis!

24.03.2014

Þó svo að Grikkland hafi gengið í gengum miklar hörmungar undanfarin ár og búi í raun enn við gríðarlega erfiðleika þá er staðan innan landsins all ólík. Í austasta hluta landsins, sem liggur að landamærunum til Tyrklands og sunnan Búlgaríu, fór trúlega mikill uppgangur landsins fram hjá mörgum síðasta áratug en einnig hrun efnahagskerfisins. Á þessu svæði eru starfrækt nokkur blómleg fyrirtæki og eftir að grísk-búlgarska landamærastöðin í Makaza var opnuð í fyrra hefur það opnað fyrir möguleika á fjárfestingar á milli landanna.

 

Nú hafa grískir kaupahéðnar óskað eftir því að fá keypta 200 hektara lands í Karzdhali héraðinu í Búlgaríu og þó svo að þetta hljómi nú ekki hvorki sem stór né veigamikil fjárfesting erlendra aðila í Búlgaríu þá þykir málið afar fréttnæmt þar í landi. Hvort Grikkirnir fái leyfi stjórnvalda í Búlgaríu liggur ekki fyrir enda hægara sagt en gert fyrir erlenda fjárfesta að koma sér fyrir í landinu, en þó hægt. Tilgangur Grikkjanna er reyndar ekki að setja þarna upp grísk böð heldur að koma upp kúabúi og vinnslutöð mjólkurafurða og nýta þessa hektara fyrst og fremst til beitar/SS.