Beint í efni

Gríðarlegar hækkanir á áburði!

23.11.2006

Verðskrár áburðarsala er nú komnar út. Hafa þær hækkað verulega frá síðasta ári. T.d. hafa allar áburðartegundir frá Yara hækkað um 17% frá því í fyrra. Miðað er við verð nóvembermánaðar í ár og á síðasta ári. Ef litið er lengra aftur í tímann, má sjá að verð á algengum tegundum eins og t.d. 20-5-7 hefur hækkað um allt að 29% síðan 2004. Fyrir meðalbúið þýðir þetta útgjaldaaukningu upp á 100.000 krónur að lágmarki.

Á heimasíðu bandaríska landbúnaðarráðuneytisins má sjá þróun áburðarverðs síðan 1960. Þar má einnig sjá verð sem bandarískir bændur greiða fyrir áburð. Sem dæmi má nefna að í apríl s.l. var verðið þar á einu tonni af köfnunarefnisáburði (30% N) um 232 dollarar eða 16.200 ískrónur.