Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Gríðarlegar birgðir osta í Bandaríkjunum

26.05.2016

Nú í vor voru til 650 þúsund tonn af ostum á lager í Bandaríkjunum en slíkt ostafjall hefur ekki verið til í landinum síðan 1984! Skýringin á rætur að rekja til afar hás afurðastöðvaverðs fyrir tveimur árum sem olli því að mjólkurframleiðslan jókst mikið bæði í Bandaríkjunum en einnig í ótal öðrum löndum. Markaðurinn fylgdi enganvegin eftir og því er nú svo komið að ofgnótt er af osti, bæði framleiddum í Bandaríkjunum og innfluttum, á bandaríska markaðinum.

 

Ostalagerinn einn og sér svarar til 6,5 milljarða lítra mjólkurframleiðslu sem er nálægt því að vera helmingur framleiðsluaukningar mjólkur í Bandaríkjunum síðustu 12 mánuði. Reyndar hefur orðið ágæt neysluaukning á ostum í Bandaríkjunum og árið 2015 jókst meðalneyslan á hvern íbúa um 1 kíló. Það er þó enganvegin nóg enda er því spáð að neysluaukningin næstu 8 árin nemi ekki nema 1,5 kílói að jafnaði á hvern íbúa í heildina. Það er því fyrirséð að lausnin á birgðavandanum verði ekki leyst á heimamarkaðinum einum og sér og því er spáð að útflutningur frá Bandaríkjunum muni aukast verulega á komandi misserum vegna þessa/SS.