Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Gríðarleg hækkun á heimsmarkaðsverði mjólkurafurða

19.03.2013

Gríðarleg hækkun varð á heimsmarkaðsverði mjólkurafurða á uppboði Global Dairy Trade sem fram fór í dag. Að jafnaði hækkaði verð mjólkurafurða um tæp 15% frá síðasta uppboði þann 5. mars sl. Þá hækkaði verðið um 10%, þannig að heimsmarkaðsverð mjólkurafurða er á hraðri uppleið um þessar mundir. Það kemur sér vel fyrir hérlenda kúabændur, þar sem útflutningur á sér að stórum hluta stað á vormánuðum þegar innvigtunin er í hámarki.  

Mest hækkun varð á nýmjólkurdufti, 21,2%, smjörolía hækkaði um 16,3%, cheddar ostur um 13,7%, smjör um 11,5% og undanrennuduft hækkaði um 7,7%. Alls skiptu tæp 16.000 tonn af afurðum um eigendur á uppboði dagsins, sem er miklu minna en hefðbundið er. Ein helsta ástæða hækkunar á heimsmarkaðsverði mjólkurafurða um þessar mundir er mikill þurrkur sem ríkir á Nýja-Sjálandi, eins og lesa má um hér. Verð á uppboði Global Dairy Trade hefur ekki verið hærra síðan í desember 2007, í rúmlega fimm ár./BHB