Beint í efni

Greinar um kostnað við kvótakerfi mjólkurframleiðslunnar

10.02.2009

Í haust birtist grein í Icelandic Agricultural Research, eftir hagfræðingana Ernu Bjarnadóttur og Daða Má Kristófersson, um kostnað við kvótakerfi mjólkurframleiðslunnar og áhrif þess á kostnað við mjólkurframleiðsluna. Greinin fjallar um afleiðingar frjáls framsals á greiðslumarki, sem tekið var upp 1992, fyrir kúabændur á Íslandi. Síðan 1992 hefur bændum fækkað mikið og bú stækkað. Mikið magn greiðslumarks hefur skipt um
hendur og verð á greiðslumarki hefur verið hátt. Afleiðing þessa hefur verið miklar fjárfestingar kúabænda í greiðslumarki, sem hafa endurspeglað mikinn flutning fjármagns frá núverandi bændum til fyrrverandi bænda.

Niðurstöðurnar benda til að samanlagður kostnaður kúabænda nemi á bilinu 1500 til 2200 milljónum króna
á ári af um 4000 milljóna árlegum heildar niðurgreiðslum. Viðskipti með greiðslumark hafa fyrst og fremst
verið fyrrverandi bændum mikil auðsuppspretta en leitt til skuldsetningar núverandi bænda.

 

Fyrrnefnd grein, sem er á ensku, byggir á fyrirlestri sem þau Daði og Erna fluttu á Fræðaþingi 2008 um þetta efni.

 

Greinina í Icelandic Agricultural Research er að finna hér.

Fyrirlesturinn frá Fræðaþingi er hér.