Greiðslur fyrir mjólk umfram greiðslumark taki mið af efnainnihaldi
31.01.2011
Í desembermánuði sl. fóru fram líflegar umræður á spjallsvæðinu hér á naut.is um afkomumál kúabænda. Þar kom m.a. fram það sjónarmið að eðlilegt sé að verð á mjólk umfram greiðslumark, sem flutt er úr landi, taki mið af efnainnihaldi mjólkurinnar, fitu og próteins, líkt og gerist með mjólk innan greiðslumarks. Málið var rætt á fundi stjórnar Landssambands kúabænda þann 16. desember sl. Stjórn LK tekur undir framangreint sjónarmið og gerir það að tillögu sinni að eftirleiðis verði greitt fyrir mjólk umfram greiðslumark, í samræmi við efnainnihald mjólkurinnar.
Í kjölfarið sendi framkvæmdastjóri LK stjórnarformanni Auðhumlu svf. tillögu stjórnar LK.