Greiðslumarksreglugerðin birt í Stjórnartíðindum
30.11.2010
Í gær var reglugerð um greiðslumark mjólkur fyrir árið 2011 birt í b-deild Stjórnartíðinda en hún var gefin út þann 15. nóvember sl. Lesa má reglugerðina með því að smella hér. Helstu atriði hennar eru að greiðslumark ársins 2011 er 116 milljónir lítra og verðlagsárið verður fært að almanaksári. Farið var að tillögu þeirri sem LK kynnti á haustfundunum varðandi tilhögun á
C-greiðslum, en þær verða 10% í júlí, 15% í ágúst og september og 20% í október-desember. Hlutfallsleg skipting á milli A, B og C-greiðslna er óbreytt frá fyrra ári. Heildarupphæð beingreiðslna skv. reglugerðinni verður 42,59 kr/ltr að jafnaði árið 2011.