Beint í efni

Greiðslumarksreglugerð

21.07.2006

Reglugerð um greiðslumark mjólkur verðlagsárið 2006-2007 hefur nú verið birt og má sjá hana með því að smella hér. Greiðslumark mjólkur eykst um 5 milljónir lítra og er því 116 milljónir lítra. Gangi allt að óskum er það mesta mjólkurframleiðsla síðan 1978, þegar hún var 120 milljónir lítra. 

Samkvæmt mjólkursamningnum eru beingreiðslur ársins 3.465.000.000 kr að viðbættri verðtryggingu skv. vísitölu neysluverðs, m.v. grunnvísitölu 230. Vísitala júlímánaðar 2006 er 263,1 sem þýðir að beingreiðslur á lítra eru að jafnaði 34,17 kr. Skipting beingreiðslna er þannig að A-greiðslur eru 47,67%; B-greiðslur eru 35,45%; C-greiðslur eru 16,88%. Fyrirkomulag c-greiðslna er að 16/30 greiðslumarksfjárhæðarinnar skal greiða út á innlegg mánaðanna nóvember til og með febrúar, 4/30 fyrir innlegg septembermánaðar, 2/30 fyrir október, 3/30 fyrir júlí og 5/30 fyrir ágúst.