Beint í efni

Greiðslumarkið líklega á niðurleið á ný

11.02.2003

Sökum minni sölu mjólkur og mjólkurvara undanfarna mánuði en á fyrra ári eru í dag taldar allar líkur á að minnka þurfi greiðslumark mjólkur úr 106 milljónum lítra í um 103-104 milljónir lítra, eða um 2-3 milljónir lítra. Af fram fer sem horfir þýðir það tekjusamdrátt kúabænda af mjólkursölu á næsta verðlagsári upp á 1,9-2,8% miðað við óbreyttar verðlagsforsendur.

Rétt er að minna á að fyrir núverandi verðlagsár var greiðslumarkið aukið um 2 milljónir lítra en mikil aukning í skyrsölu síðasta ár skýrði m.a. stækkun greiðslumarksins fyrir núverandi verðlagsár.

 

Athygli er vakin á því að ekki hefur verið tekin ákvörðun um stærð greiðslumarks næsta verðlagsárs, en ákvörðun um slíkt verður tekin í vor. Jafnframt má geta þess að samkvæmt áliti stjórnar SAM (Samtaka Afurðastöðva í Mjólkuriðnaði) eru taldar engar líkur á að keypt verði prótein úr umframmjólk á yfirstandandi verðlagsári.