Beint í efni

Greiðslumarkið að jafnaði stærst í fjósum með mjaltaþjónum

02.11.2005

Í skýrslu LK, sem kemur út miðvikudaginn 9. nóvember (vefrit), kemur m.a. fram að meðalgreiðslumark kúabúa hérlendis er mjög misjafnt eftir fjósgerðum. Mest er greiðslumarkið í fjósum með mjaltaþjónum eða 295 þúsund lítrar að jafnaði og hafa kúabændur með þessa fjósgerð meira en tvöfalda meðalframleiðslu kúabúa hérlendis. Næst stærstu kúabúin, þegar litið er til greiðslumarks og fjósgerðar, eru legubásafjós með mjaltabásum en greiðslumark þeirrar fjósgerðar er að jafnaði 199 þúsund lítrar.