Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Greiðslumarkið 119 milljónir lítra

15.06.2008

Á sameiginlegum fundi stefnumörkunarhóps Landssambands kúabænda og stjórnar Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, sem haldinn var á Hvanneyri 3. júní sl., kom fram að samkvæmt áætlunum SAM um sölu og birgðir mjólkurafurða, má gera ráð fyrir að greiðslumark mjólkur á næsta verðlagsári verði 119 milljónir lítra. Sala mjólkurafurða á innanlandsmarkaði hefur gengið ágætlega undanfarna mánuði og því verður greiðslumarkið aukið um 2 milljónir lítra, eða 1,7%.

Gangi þetta eftir, verður þetta fimmta verðlagsárið í röð sem greiðslumark mjólkur er aukið. Það má teljast mikið ánægjuefni. Í töflunni hér að neðan má sjá þróun á magni greiðslumarks mjólkur frá því 2001, auk væntanlegs greiðslumarks í mjólk á næsta verðlagsári. Sú skipan við ákvörðun greiðslumarks sem nú er við lýði, að miða það við þann efnaþátt sem meira er neytt af, þ.e. próteini, var samþykkt á aðalfundi LK árið 2006.

 

Verðlagsár Greiðslumark mjólkur, milljónir lítra
2001/2 104
2002/3 106
2003/4 105
2004/5 106
2005/6 111
2006/7 116
2007/8 117
2008/9 119

 

Það er síðan á verksviði Framkvæmdanefndar búvörusamninga að gera tillögu til ráðherra landbúnaðarmála um stærð greiðslumarksins. Ráðherra gefur síðan út reglugerð þ.a.l. Þeirrar reglugerðar er að vænta fljótlega.