Beint í efni

Greiðslumark næsta verðlagsárs

17.05.2006

Ágætu lesendur
Nú er farið að ræða um greiðslumark næsta verðlagsárs. Allar líkur eru á að það muni taka mið af áætlaðri þörf markaðarins fyrir prótein, svo og birgðastöðu. Ef svo verður, er það breyting frá þeirri vinnureglu sem gilt hefur að miða 75 % við prótein og 25 % við fitu. Þar sem próteinsalan er meiri en fitusalan, mun þessi breytta viðmiðun leiða til hærra greiðslumarks.

Þá hefur salan gengið vel og birgðir eru mjög takmarkaðar. Ætla má að greiðslumarkið geti orðið 115 til 116 milljónir lítra. Reglugerð um greiðslumark til mjólkurframleiðslu 2006/2007 verður væntanlega gefin út í júní venju samkvæmt.