Beint í efni

Greiðsla fyrir úrvalsmjólk 1,40 kr/ltr

30.01.2010

Á stjórnarfundi Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði sem haldinn var á dögunum, var samþykkt að beina þeim tilmælum til aðildarfélaga að greiðslur fyrir mjólk í 1. flokki A yrðu framvegis 1,40 kr/ltr. Það nemur um 2% af afurðastöðvaverði. Sem kunnugt er hefur þessi greiðsla verið 1,00 kr/ltr um nokkurra ára skeið. Stjórnir afurðastöðva eiga eftir að taka afstöðu til þessa.

Þær kröfur sem mjólkin þarf að uppfylla til að fara í 1. flokk A eru:

 

  • Margfeldismeðaltal frumutölu innan mánaðar 220 eða lægra (óbreytt)
  • Beint meðatal mánaðar fyrir líftölu 25 eða lægra (áður engin mæling mánaðar yfir 40)
  • Engar athugasemdir við aðra flokkun, hitaþolna og kuldakæra gerla og bragð. Engar lyfjaleyfar mega greinast, frekar en í nokkurri annarri mjólk.