Beint í efni

Grasmjólk frá Sviss!

29.06.2011

Nú stendur til að setja á markað í Sviss sérmerkta mjólk frá kúm af beit. Það eru samtök bænda sem heita IP Suisse sem hafa tekið þetta skref í markaðssetningu og mun þessi drykkjarmjólk eðlilega verða mun dýrari en önnur hefðbundin drykkjarmjólk.

 

75% alls landbúnaðarlands í Sviss í dag samanstendur af túnum og högum og er landið metið sem mesta grasræktarland Evrópu. Þessa staðreynd ætla bændurnir nú að markaðssetja sérstaklega og hefur IP Suisse nú sett upp regluverk fyrir innleggjendur sem þeir þurfa að fylgja svo mjólkin geti kallast ”Grasmich”. Samtökin IP Suisse reka ekki sjálf afurðastöð og eiga því í viðræðum við afurðastöðvar um markaðssetningu á þessari mjólk/SS.
 
Sjá nánar hér: www.ipsuisse.ch