Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Grasgæðin hafa áhrif á bragð osta

06.09.2016

Nýleg ítölsk rannsókn á mjólkurgæðum 72ja Simmentaler kúa bendir til þess að beint samband sé á milli gæðanna á því grasi sem kýrnar fá og hvernig ostar bragðast. Þetta var amk. tilfellið í rannsókninni en í henni var samhengið á milli grasgæða og bragðgæða á sérostinum Montasio kannað en greint var frá þessum áhugaverðu niðurstöðum í fagtímaritinu Journal of Dairy Science nú í ágúst.

 

Kúnum í rannsókninni var skipt í tvo hópa sem var svo beitt á tvö ólík stykki með mismunandi grasgæðum. Mjólkin fra kúnum sem var beitt með stýrðri beit á afar gott beitarstykki var próteinríkari og var með minn fitu en mjólkin frá kúnum sem beitt var á orkusnauðara beitarstykki. Þá var jafnframt kannað hvort hægt væri að ná fram sama mun með mismunandi kjarnfóðurgjöf en svo reyndist ekki vera. Montasio osturinn er sérstakur ítalskur ostur sem nýtur svokallaðrar upprunaverndar og má einungis framleiða hann á ákveðnu svæði í Ítalíu/SS.