Beint í efni

Grænfóðurtilraunareitir Landbúnaðarháskólans til sýnis !

30.08.2001

Jarðræktardeild Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri (LBH) og Landssamband kúabænda standa fyrir kynningu á grænfóðurtilraunum LBH mánudaginn 3. september kl. 13-15. Allir þeir sem áhuga hafa á grænfóðurrækt eru hvattir til að koma og skoða tilraunirnareitina og mun Dr. Ríkharð Brynjólfsson kynna fyrir gestum tilraunaniðurstöður.

Um er að ræða þrjár tilraunir sem gerðar voru:

  Samanburðartilraun á grænfóðurtegundum.

  Tilraun með mismunandi sláttutíma og skiptingu áburðar á einært rýgresi.

  Tilraun með mismunandi áburðarskammta á rýgresi og repju.

 

Eins og áður segir fer þessi kynning fram mánudaginn 3. september kl. 13-15 og er tilraunareitina að finna norðan við s.k. Skjólbelti á Hvanneyri.

 

Ástæða er til að hvetja sem flesta til að mæta og fræðast um grænfóðurrækt.