Beint í efni

Gouda ostar fá eigið vörumerki

04.10.2012

Hinir þekktu Gouda brauðostar frá MS eru lang söluhæstu brauðostarnir hér á landi og fram til þessa hafa þeir verið lítt auðkenndir og í raun lítið sem tengdi þá við íslenskan uppruna, því Gouda er einungis tegundarheiti á osti og auðvelt fyrir fleiri aðila að koma inn á markaðinn og líkja eftir umbúðunum á Goudaostum frá MS. Nú hafa þessir góðu ostar fengið nýtt vörumerki og heita nú „Íslenskir Góðostar“.

 

Uppbygging á vörumerki skapar vöru sérstöðu og aðgreiningu frá keppinautum og um leið verður erfiðara fyrir keppinauta að líkja eftir vörunni. Á umbúðunum er íslenska fánaröndin notuð og eru umbúðirnar afar stílhreinar og hæfa vel hinum íslensku Góðostunum, sem eru mildir brauðostar og höfða til allrar fjöl-skyldunnar og fólk neytir daglega/SS-Mjólkurpósturinn