Beint í efni

Gott hey er ekki endilega gott!

10.10.2014

Það þekkja nú allir kúabændur að bragðgæði fóðursins skiptir kýr máli þegar kemur að vilja þeirra til að innbyrgða það. Þetta hefur hins vegar oft vafist fyrir vísindamönnum víða um heim, sem keppast við að finna heppilegar grastegundir sem geta vaxið hratt og skilað mikilli uppskeru með góðu efnainnihaldi, en gleyma svo að kýrnar vilja etv. bara alls ekki éta fóðrið!

 

Sem betur fer eru þó gerðar tilraunir með bragðgæði mismunandi tegunda í ólíkum blöndum af grasfræi og nýverið voru birtar niðurstöður einnar slíkrar við tilraunastöðina DKC í Danmörku. Í tilrauninni kom skýrt fram að kýr éta minnst af heyi sem inniheldur hátt hlutfall af rauðsmára, þrátt fyrir að á það hey væri á pappírunum allra best/SS.