Beint í efni

Gosfréttir í Landbrugsavisen

16.04.2010

Danska Landbrugsavisen birti nú síðdegis ýtarlegt viðtal við Majken Jørgensen sem ásamt Rafni Bergssyni, stundar mjólkurframleiðslu og hrossarækt að Hólmahjáleigu í Landeyjum. Majken fer ýtarlega yfir stöðuna og atburði síðustu vikna. Einnig kemur fram að tjón hafi orðið undir Eyjafjöllum, m.a. hjá einum stærsta kornbónda landsins. Viðtalið má lesa í heild sinni hér. Með fréttinni fylgir hin magnaða mynd Ólafs Eggertssonar, bónda á Þorvaldseyri, af gosmekkinum sem birtist á visir.is í fyrrakvöld.

Á heimasíðu Landbrugsavisen segir einnig frá því að danskir bændur hafa áhyggjur af áhrifum öskunnar í lofthjúpnum á veðurfar – hún geti haft neikvæð áhrif á uppskeru þar í landi á komandi sumri.