Beint í efni

Góður spenaendi er lykillinn að góðum mjólkurgæðum

26.10.2010

Spenar eiga alltaf að vera mjúkir viðkomu, með slétt og jafnvel teygjanlegt yfirborð en séu þeir það ekki, þá er rétt að bera á þá viðurkennd efni til húðmýkingar eftir mjaltir. Eftir mjaltir er jafnframt upplagt að huga að ástandi spenanna s.s. hvort á þeim séu einhver áverkar eftir mjaltirnar eins og blæðingar í húð eða útdregin slímhimna, en beint samhengi er á milli ástands á spenaendum og t.a.m. ákveðinna tegunda af júgurbólgusýkingum.

 

Ýmsir eðlilegir þættir geta orsakað útdregna slímhimnu s.s. lögun spenanna (langir oddmjóir

spenar eru oftar með údregna slímhimnu), mjólkurmagn skiptir einnig máli en langur mjaltatími og mikið mjólkurflæði veldur oft útdreginni slímhimnu. Þá eru kýr seint á mjaltaskeiði oft með útdregna slímhimnu.

 

Til einföldunar á svona spenaendamati er gott að nota sk. Farnsworth einkunnaskala (sjá myndir). Með skalanum er versta spenaendanum á hverri kú gefinn einkunn eftir útliti (sjá myndir og skýringartexta) og er t.d. upplagt að gera slíkt þegar nýbúið er að skipta um spenagúmmí, stilla og/eða breyta einhverju af mjaltakerfinu, breyta vinnutilhögun við mjaltir eða öðru því sem getur haft áhrif á virkni mjaltanna sem slíkra.

 

Hafi meira en 20% hjarðarinnar spenaendaeinkunina V eða VR þá þarf að bregðast við og meta hvort ástandið sé eðlilegt eða hvort kalla þurfi til mjólkureftirlitsmann enda gæti mjaltakerfið eða einhverjir hlutar þess verið bilaðir.

 

 

Efri myndirnar eru af spenum sem fá 1 í einkunn eða N og neðri myndirnar eru af spenum sem fá 2 í einkunn eða S

 

 

 

 

 

 

 

 

Efri myndirnar eru af spenum sem fá 3 í einkunn eða R og neðri myndirnar sýna spena sem fá 4 í einkunn eða VR