Beint í efni

Góður gangur í sölu mjólkurafurða

14.09.2016

Samkvæmt nýútkomnu yfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði var sala á fitugrunni 136,1 milljónir lítra síðustu 12 mánuði. Það er aukning frá fyrra ári um 3,2%. Síðustu þrjá mánuði (júní-ágúst 2016) nam söluaukningin 4,1% miðað við sama tímabil fyrir ári.

 

Sala á próteingrunni undanfarið ár var 126,9 milljónir lítra, sem er aukning um 4,2% frá árinu á undan. Ef litið er til síðustu þriggja mánaða (júní-ágúst 2016) nam söluaukningin á próteingrunni 5,1%.

 

Innvegin mjólk undanfarna 12 mánuði var 152,2 milljónir lítra, sem er 8,1% aukning frá árinu á undan. Sé litið til síðasta mánaðar nam innvigtunin 12,7 milljónum lítra sem er aukning um 3,4% frá því í ágúst í fyrra/SS.