Beint í efni

Góður gangur hjá Fonterra

31.03.2012

Fonterra, afurðafélag nýsjálenskra kúabænda, hefur nú birt hálfs árs uppgjör sitt. Félagið gengur afar vel og fyrstu sex mánuði rekstrarársins (ágúst til janúarloka) hefur orðið mikil söluaukning samhliða mun meiri innvigtun mjólkur en áður hefur verið á sama tímabili en aukningin í innvigtun nemur 10%.

 

Alls nemur hagnaðaraukningin frá fyrra ári heilum 18%. Líkt og áður hefur komið fram eru það helst markaðir félagsins í Asíu sem eru að skila vel af sér, sem og í Brasilíu. Hinn evrópski markaður hefur hinsvegar ekki staðið undir væntingum enda hefur á tímabilinu verið mikill fjármálaóstöðugleiki þar/SS.