Góð þátttaka í póstkosningu um tilraun með NRF
23.11.2001
Þrátt fyrir að frestur til að skila atkvæðum í póst vegna kosningar um tilraun með NRF-kýr renni ekki út fyrr en eftir helgi eru viðbrögðin mjög góð og þegar borist mikið magn atkvæða í hús.
Sendir kjörseðlar voru 1639 og er skilafrestur atkvæða 25. nóvember (póststimpill mánudaginn 26. nóvember gildir).
Þar sem hugsanlegt er að einhverjar tafir geti verið á póstsendingum, hefur verið ákveðið að telja ekki atkvæðin fyrr en föstudaginn 30. nóvember. Í ljósi reynslunnar, af sambærilegum póstkosningum, má gera ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir upp úr miðjum degi.