Beint í efni

Góð þátttaka í félagsmálafræðslu á Selfossi

22.01.2009

Námskeið í félagsmálafræðslu var haldið í Tíbrá á Selfossi í gærkvöldi. Þátttakendur á námskeiðinu voru 18 og komu þeir frá ungmennafélögunum á svæðinu, kvenfélögum og bændasamtökunum. Námskeiðið tókst í alla staði mjög vel og þátttakendurnir stóðu sig ennfremur með prýði. Áformað er að halda annað námskeið á þessu svæði á næstunni og verður það auglýst sérstaklega þegar það verður ákveðið.

Eins og fram hefur komið  stendur Ungmennafélag Íslands í samvinnu við Bændasamtök Íslands og Kvenfélagasamband Íslands fyrir félagsmálafræðslu um land allt í vetur undir yfirskriftinni ,,Sýndu hvað í þér býr.“ Hlutverk námskeiðsins er sjá félagsmönnum fyrir fræðslu í framkomu og fundarsköpum.

Áhugasömum er einnig bent á að afla sér frekari upplýsinga um námskeiðin hjá Guðrúnu Snorradóttur landsfulltrúa UMFÍ í símum 848-5917/568-2929 og á gudrun@umfi.is, sem og hjá Sigurði í síma 861-3379 á sigurdur@umfi.is. Þá eru nánari upplýsingar að finna á vef UMFÍ, www.umfi.is.

Næstu námskeið:

janúar
28. Reykjanesbær, Íþróttamiðstöð Njarðvíkur, kl. 18:00 - 22:00

febrúar
3.   Reykhólahreppur, Reykhólaskóli, kl. 18:00 – 22:00
4.   Akureyri, Búgarður, kl. 18:00 – 22:00
5.   Svarfaðardalur, Rimar, kl. 13:00 – 17:00
10. Kirkjubæjarklaustur, Kirkjubæjarskóli, kl. 14:00 – 18:00
11. Höfn, kl. 18:00 – 22:00
16. Búðardalur, kl. 18:00 – 22:00
18. Reykjavík, UMFÍ, Laugavegur 170, kl. 18:00 – 22:00
25. Eskifjörður, kl. 18:00 – 22:00
26. Egilsstaðir, kl. 18:00 – 22:00

Upplýsingar um nákvæmari staðsetningar liggja ekki fyrir á öllum stöðum.