Beint í efni

Góð söluaukning á nautgripakjöti í febrúar

22.03.2004

Sala á nautgripakjöti í febrúar gekk mun betur en á sama tíma fyrir ári og munar þar verulega um góða sölu á ungnautakjöti.

Undanfarna mánuði hefur sala nautgripakjöts glæðst miðað við fyrra ár og nemur nú söluaukning nautgripakjöts sl. hálft ár 4,2%. Vegna mikils samdráttar á fyrri hluta síðasta árs er heildarsala sl. 12 mánuði þó enn neikvæð miðað við fyrra ár.

Skýringar á þetta góðu gengi ungnautakjöts sl. mánuði, sem og annars nautgripakjöts, eru vafalítið margþættar. Nautakjöt hefur verið mikið auglýst að undanförnu en jafnframt hafa mörg fyrirtæki staðið í öflugri vöruþróun sem er vafalítið farin að skila sér til baka.

 

Smelltu hér til að sjá frekari upplýsingar um nautgripakjötsmarkaðinn