Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Góð sala nautgripakjöts í október

16.11.2011

Bændasamtökin hafa tekið saman nýjar framleiðslu- og sölutölur fyrir október. Í samantektinni kemur fram að sala á nautakjöti var 17,2% meiri en hún var á sama tíma í fyrra og að ársfjórðungssalan hafi verið 6,6% meiri. Þessi niðurstaða fyrir október hefur jafnframt leitt til þess að árssalan, þ.e. salan sl. 12 mánuði, er nú einungis rétt undir sölu síðustu 12 mánuða þar á undan eða 0,2%.
 
Heildarframleiðsla nautgripakjöts sl. 12 mánuði var 3.813 tonn af 27.392 tonna framleiðslu kjöts í það heila og er hlutdeild nautakjötsins því 13,9% í framleiðslunni. Alls nam sala nautgripakjöts í mánuðinum 361 tonni og sl. 12 mánuði var salan 3.831 tonn. Sé horft til sundurliðunar á sölu nautgripakjöts í mánuðinum var sem fyrr mest sala í ungnautakjöti eða 196 tonn og á 12 mánaða grunni nemur ungnautakjötssalan 2.180 tonnum eða 56,9% af heildarsölunni. Sala á kýrkjöti á ársgrunni nam 1.381 tonni eða sem nemur 36,1% af heildarsölunni.
 

Fyrstu níu mánuði ársins nam innflutningur nautgripakjöts 398 tonnum en hérlend sala af nautgripakjöti á sama tíma u.þ.b. 2.199 tonnum (m.v. 70% nýtingarhlutfall fallþunga). Selt nautgripakjöt hér á landi fyrstu níu mánuði ársins (janúar til september) er því nálægt því að vera 2.597 tonn og hlutdeild innflutts nautgripakjöts því um 15% af heildarneyslu á nautakjöti það sem af er árinu.

 

Sé litið til annarra kjöttegunda kemur í ljós að heildarsalan hefur dregist saman sl. 12 mánuði um 2,7% sem er góður framgangur frá því í síðasta mánuði. Mest er salan á alífuglakjöti á landsvísu eða 6.981 tonn (30,0%) og þar á eftir kemur lambakjöt með 6.025 tonn eða 25,9% markaðshlutdeild/SS.