Góð sala á mjólkurvörum í júlí
12.08.2009
Mjög góð sala var á mjólkurvörum í júlímánuði. Þó má sjá hömstrun í ákveðnum vöruflokkum, t.d. mjólkurdufti, sem líklega má rekja til verðhækkunar 1. ágúst sl. Áframhaldandi söluaukning er á drykkjarmjólk, einnig er aukning í ostum, rjóma og minna unnum vörum, en meira unnar vörur gefa eftir í sölu. Greinilegt er að neyslubreytingin sem fór af stað sl. haust heldur áfram. Þá hefur það án efa sín áhrif á söluna nú í sumar, að landsmenn kjósa fremur ferðalög innanlands en erlendis.