Góð sala á mjólkurafurðum í október
13.11.2006
Góð sala var á mjólkurafurðum í október, aukningin miðað við sama mánuð í fyrra er 9,8% á próteingrunni en 13,9% á fitugrunni. Þess ber þó að geta að í október í ár voru söludagar einum fleiri en í fyrra. Mjög mikil söluaukning var í ostum (18%) og viðbiti (28,9%). Á ársgrundvelli er söluaukning í þessum flokkum 5,7 og 6,5%.
Samdráttur hefur hins vegar verið í skyri, 12% og jógúrt, 7%. Próteinsala síðustu 12 mánuði er 113,4 milljónir lítra sem er aukning um 1%. Fitusala á sama tímabili er 103,3 milljónir lítra og hefur aukist um 3,1%. Innlögð mjólk á tímabilinu 1. nóvember 2005 til 31. október í ár er 115,4 milljónir lítra og hefur ekki verið meiri í rúma tvo áratugi.