Beint í efni

Góð sala á mjólkurafurðum í mars

26.04.2010

Mjög góð sala var á mjólkurafurðum í mars sl. Þess ber þó að geta að páskahátíðin hafði meiri áhrif á söluna í mars í ár en í fyrra, þar sem hún var heldur fyrr á ferðinni núna en þá. 12 mánaða sala á próteingrunni er nú 118,4 milljónir lítra (+1,7%) og á fitugrunni 116,2 milljónir lítra (+3,6%). Sala á próteingrunni er því 2 milljónum lítra meiri en greiðslumarkið og sala á fitugrunni er orðin jöfn greiðslumarkinu, sem verður að teljast talsvert mikil tíðindi.