Beint í efni

Góð sala á kjöti í september

27.10.2008

Góð sala var á kjöti í september síðastliðnum. Samanborið við saman tíma í fyrra er aukningin 13,5%. Mest munar um 40% meiri sölu á svínakjöti en á sama tíma í fyrra. Þetta virðist mega skýra í ljósi þess að framleiðsla og sala svínakjöts í september 2007 var mun minni en í ágúst og október sama ár. Þá er framleiðsla og sala í september nú 70-100 tonnum meiri en í júlí og ágúst á þessu ári. Skýringin á mikilli framleiðslu og söluaukningu nú virðist því að einhverju leyti liggja í tilfærslum milli mánaða. Sala á kindakjöti var 9,2% meiri en í sama mánuði í fyrra og 7,1% aukning var í sölu alifuglakjöts.

Þegar horft er til síðustu tólf mánaða hefur kjötsala aukist um 4,3%. Á sama tíma hefur framleiðsla aukist um 5%.

Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara fyrir september 2008 má sjá hér.

/EB