Beint í efni

Góð mæting á ársfundi Fagráðs í gær

20.02.2003

Ársfundur Fagráðs í nautgriparækt var haldinn í gær í Miðgarði í Varmahlíð. Efni fundarins var þríþætt, þar sem fjallað var um fyrirhugað átak í bútæknileiðbeiningum, nýjar áherslur í ræktun íslenskra kúa og ráðgjöf í landbúnaði í nýrri mynd.

Töluverðar umræður urðu um ræktunarmál íslenskra kúa og ekki síður um stöðuna á mjólkurmarkaðinum, en eins og fram hefur komið áður er allt útlit fyrir að greiðslumark til bænda verði skorið niður í haust vegna minni sölu á mjólkurafurðum en fyrra ár.

 

Smelltu hér til að lesa nánar um ársfundinn og til að lesa erindin sem flutt voru á fundinum.