Beint í efni

Góð kjötsala í desember

16.01.2009

Góð sala var á nær öllum kjöttegundum í desember sl. Sala á nautakjöti jókst um 8% m.v. sama mánuð árið 2007. Sé litið til ársins í heild, jókst salan um 1,4% á sl. ári miðað við árið á undan. Nam hún 3.613 tonnum. Framleiðsla nautakjöts var á sama tíma 3.606 tonn, þannig að birgðir nautakjöts eru nú óverulegar.

Sala á lambakjöti jókst um 20,9%, svínakjöti um 13,6% og á hrossakjöti um heil 83% í desember s.l. m.v. sama mánuð árið áður. 8,1% samdráttur varð í sölu á alifuglakjöti í jólamánuðinum. Ef litið er til ársins í heild jókst sala á lambakjöti um 7,8%, svínakjöti um 9,5% og hrossakjöti um 2,6%. Sala alifuglakjöts minnkaði um 0,8% frá árinu á undan. Lambið er því aftur komið upp fyrir kjúklinginn í sölu.

 

Alls jókst kjötsala um 4,6% árið 2008 m.v. árið 2007 og var alls 25.833 tonn.