Beint í efni

Góð aðsókn að kynningarbás kjöt.is á sýningu í Smáralind um helgina

20.10.2003

Um helgina stóð fyrirtækið Femin.is fyrir sýningu í Smáralind og meðal sýnenda þar var neytendavefur LK; www.kjot.is. Aðsókn á sýninguna var mjög góð og fékk kynningarbás kjot.is mikla athygli, en lögð var áhersla á kynningu á nautakjöti sem hátíðarmat og raunhæfan valkost í stað rjúpunnar. Jafnframt var þessi helgi síðasta helgin sem netföngum er safnað í netfangaleik kjot.is og Ölgerðarinnar. í lok vikunnar verður dreginn út einn heppinn vinnigshafi og hlýtur hann að launum ferð til Ástralíu, þar sem m.a. nautakjötsbændur verða heimsóttir. Áskrifendur að upplýsingum frá neytendavef LK eru nú um 10 þúsund.